Auðn
Auðn
1. Klerkaveldi
Í landi köldu og gráu
Veiki herjar á
þeir örfáu sem sáu
Fara ekki á stjá
Fnykur er af likþráu
skýktu holdi á
Hýrast um á lofti háu
Úr kirkjutunrni stara á
Mannfjöldann að engjast um
Enga hjálp að fá
Á vegum guðs þeir loka dyrum
Skellt í lás og slá
Klerkaveldi, Kristin trú
Neitar öllum sökum
Veikindi og viðbjóður
Ráda menn af dögum
Upphafnir af helgileik
En inn kraumar illska
Lygastofnun, sögufölsun
Kirkjan tekur engum sönsum
Í húsasundum, skúmaskotum
Myrkir menn sem leggja á ráðin
Uppreisnin er nú hafin
Brjótum niður dyrnar
Steypum þeim af stóli
Helgilandið hrunið er
Uppreisnin yfurstaðin
2. Undir blóðmána
Undir blóðmána
Bölsýni og glötum
Kuldi, myrkur, sviksemi
Hvetja menn til ódáða
Rauður máni fyllir húmid
Svartri hulu umbreytir
Mánaskinið lýsir
Því níðingsverki er framið var
Læðist að mér nóttin svarta
Hamast um í brjósti hjarta
Leita skjóls, upp til fjalla
Háa rödd ég heyri kalla
Blindaður af stormi er
Engin sér
Hver þar fer
En ég veit
Hvað er á eftir mér...
Undir blóðmána
Vindurinn hvín
Myrkrið tekur völd
dauðinn bíður mín
Leita skjóls til einskis
Því frost og fimbulvetur
Allt eins líf mitt tekur
3. Sífreri
Freðin foldin
Köld er sem ís
Eilífur vetur aftur nú snýr
Ekkert að hafa
Matur er rýr
Skógarnir helfreðnir fjöllin sem hrím
Dýrin öll farin og hér geisar stríð
Í freðinni veröld sem sólin ei skín
Norðanvindar sækja nú að
Grimmdarvetur genginn í garð
Mennirnir berjast
Vinabönd skerðast
Fátt eitt er eftir og jörðin mun eyðast
Fennir í sporin og þagnar þá allt
Í freðinni veröld sem sólin ei skín
SÍFRERI
Freðin foldin
Köld er sem ís
Eilífur vetur aftur nú snýr
Ekkert að hafa
Matur er rýr
Skógarnir helfreðnir fjöllin sem hrím
Dýrin öll farin og hér geisar stríð
Í freðinni veröld sem sólin ei skín
Norðanvindar sækja nú að
Grimmdarvetur genginn í garð!
4. Feigð
Finn ég nálgast fimbulvetur
Frost í huga sest er að
Rýni kalt í rúnaletur
Reimt er hér á þessum stað
Hamast um í brjósti hjarta
Hyldýpið mig kallar á
Sækir að mér nóttin svarta
Sjá mig augu köld og blá
Komdu til mín komdu nær
Kaldir fingur á mig benda
Ég er dauðinn
komdu til mín komdu nær
Komdu... Biðin er á enda
Saklaust barn ég sé í fjarska
Sífllt færist undan mér
Augun eldur síðan aska
Engin grið að finna hér
Finn ég nálgast fimbulvetur
Frost í huga sest er að
Rýni kalt í rúnaletur
Reimt er hér á þessum stað
Komdu til mín komdu nær
Kaldir fingur á mig benda
Ég er dauðinn
komdu til mín komdu nær
Komdu... Biðin er á enda
5. Landvættur
Kaldur eins og norðanvindar
Í landi blundar bölvættur
Snjórinn, audnin, fjallatindar
Vakna þú nú landvættur
Næturkuldi napur er
Nýstir inn að beinum
Vættur viltu vísa mér
að þínum fornu leynum?
Steypist yfir mannheima
Sundrung, stríð og vonleysi
Illir menn sem hafa að geyma
Sturlun, synd og siðleysi
Næturkuldi napur er
Nýstir inn að beinum
Von með vindi burtu fer
Vættur rís úr leynum
Undankoma engin er,
Mótstaða til einskis
Manna veldi falla senn
Vetur tekur yfir
bölvættur
Næturkuldi napur er
Nýstir inn að beinum
Von með vindi burtu fer
Vættur rís úr leynum
Vakna þú nú
6. Þjáning heillar þjóðar
þjóðin er kvalin
Útvalin
Til að þjást
Misþyrmt marin
Sorg og ótti
Úti um allt
Ýtt í svaðið
Niðurbrotin
Þjóðarsál
Að þrotum komin
Allt sem við byggðum
Orðið að engu
Þar sem var ljós
Myrkur nú er
líkaminn heill
Sálin tóm skel
Hlýjar minningar
Frjósa í hel
Niðurbrotin
Þjóðarsál
Að þrotum komin
7. Auðn
Einn ég þá geng
Auðnina um
Leitandi svara
Hvað er það sem áfram dregur
Hver er viljinn, hvar er þráin
Af Hverju er ég
Finn ekkert nema
Hatur innra
Er það eina leiðin
Undan þessum kalda stað?
Engan skildi undra
Áð auðnina kjósi
Maður á flótta
Komdu
Finn ekkert nema
Hatur innra
Komdu með mér
Í auðnina
Upplifðu hatur
Eins og aldrei áður
Komdu til mín
Með þitt Sálatetur
Lengi leitað
Ekkert fundið
Dag og nótt ég reika
Einn um eyðilendið
Lyrics in plain text format