Fortíð
The Demo Sessions
1. Illt skal með illu gjalda
Háður ei lengur ljósinu bjarta.
Augu mín umlukin myrkrinu svarta.
Hvergi á ég heima og þarf hvergi að rata.
Í hjartanu brenn ég, tærist og hata.
Sál mín er frosin, ef sál mætti kalla.
Í draumþungum svefni ég sá hana falla.
Tómið mig gleypti úr ólgandi vindum.
Blessun gegn böl, frelsun frá syndum.
Hefndina næri, í hyllingum særi.
Illt skal af hljóta án nokkurra bóta.
Blóðugar öldurnar heiminum drekkja.
Vargar þar rísa án hindrana og hlekkja.
Með illvirkjum þrýfst í mér endalaust þol.
Í reiði ég stakk mína samvisku á hol.
Vegurinn breikkaði og leiðin varð greið,
þar til að eitrið á höfði mér sveið.
Illt skal með illu gjalda.
Tortímingu ég mun valda.
En hún situr þó hér og hlífir mér.
Vægðarskál hún ber í höndum sér.
Í fjötrum fastur er, og finnur hver
er veröldin skelfur.
Með illvirkjum þrýfst í mér endalaust þol.
Í reiði ég stakk mína samvisku á hol.
Vegurinn breikkaði og leiðin varð greið,
Allt sem ég snerti, það undan mér sveið.
Illt skal með illu gjalda.
Tortímingu ég mun valda.
En hún situr þó hér og hlífir mér.
Ég fæ það ekki séð, hví hún ekki fer.
Lyrics in plain text format